Algengar spurningar um Brillian laxaolíu

Hvaðan kemur Brilliant laxaolía og hvar er hún framleidd?

Brilliant laxaolían er framleidd í Noregi á sjálfbæran hátt úr afskurði af norskum laxi.

Hvað gerir Brilliant laxaolíu einstaka?

Með því að nota ferskt hágæða hráefni gefst okkur tækifæri á að framleiða ferska og náttúrulega laxaolíu eins og engar aðra. Brilliant laxaolían er losuð á varlegan máta úr fersku hráefni með mildu ferli sem heldur öllum hlutum olíunnar ósnortnum.

Af hverju ætti ég að nota Brilliant laxaolíu í daglegu mataræði gæludýra minna?

Ferskt bragð af laxi hjálpar til við að auka matarlyst gæludýrsins þíns. Olían stuðlar einnig að glansandi feldi, mýkri loppum og aukinni orku.

Hver er ráðlagður dagskammtur?

Ráðlagður dagskammtur er tilgreindur á hverri flösku þar sem dælustærð 300 ml og 1000 ml flöskannar er mismunandi. Í 300 ml flöskunni er ráðlagður dagskammtur 1 dæla á hver 3 kg líkamsþyngdar, en áí 1000 ml flöskunni er það 1 dæla fyrir 4 kg líkamsþyngdar. Ef gæludýrið þitt er að fá lýsisuppbót í fyrsta sinn mælum við með að byrja með minni skammt og auka smám saman eftir því sem gæludýrið venst vörunni.

Hvað eru margar olíudælur í flösku?

300 ml flaskan inniheldur 300 dælur en 1000 ml flaskan með stærri dælunni inniheldur 500 dælur.

Get ég geymt Brilliant Lax Oil í kæli?

Já, það er hægt en ekki nauðsynlegt. Olían er Extra Virgin olía, sem þýðir að hún getur skilið sig ef hún er geymd í gæli. Olían fer aftur í fyrra horf þegar hún er geymd við stofuhita. Við mælum með að geyma hana þannig.

Er Brilliant laxaolían sjálfbær vara?

Brilliant er framleidd úr ferskum laxafskurði (haus, hrygg og roði) frá stærstu laxavinnslu í heiminum. Þessi afskurður, sem áður var álitinn sem úrgangur, er nú verðmæt vara sem hefur verið bætt inn í ferlið okkar. Við notum því 100% af laxinum og sjáum til þess að ekkert fari til spillis.

Er glasið UV-varið?

Já! Við erum stolt af því að sýna lit olíunnar okkar, þar sem hún er til vitnis um ferskleika olíunnar og náttúrulegt magn andoxunarefna. Þess vegna notum við glæra, vottaða UV-varða flösku með hagnýtri dælu til að tryggja að olían haldist fersk og þú getir á auðveldan hátt tryggt að gæludýrið þitt sé að fá réttan skammt.

Hvert er geymsluþol Brilliant laxaolíunnar?

Brilliant laxaolían er með 3 ára geymsluþol eins lengi og hún hefur ekki verið opnuð. Til að tryggja hámarksgæði mælum við með að nota flöskuna innan 3 mánaða eftir að hún hefur verið opnuð. Hún er þó fullkomlega nothæf í helmingi lengri tíma en það.

Hvað þýðir eitt innihaldsefni?

Það þýðir að við bætum engu við laxaolíuna okkar. Venjulega er E-vítamín eða tókóferól bætt við olíur til að halda þeim stöðugum. Þar sem Brilliant laxaolía er framleidd með fersku hráefni í mildu ferli, tryggjum við að við höldum náttúrulegu andoxunarefninu Astaxanthin ósnortnu og olían er stöðug í 4 ár ein og sér.

Hversu margar fitusýrur inniheldur Brilliant laxaolía?

Brilliant laxaolían inniheldur 21 mismunandi fitusýrur, náttúrulegt andoxunarefni og lípópeptíð. Fersk hráefni og milt ferli heldur náttúrulegum hlutum laxaolíunnar ósnortnum til hagsbóta fyrir bæði þig og gæludýrið þitt.

Bætið þið Astaxanthin út í olíuna svo hún verði appelsínugul?

Nei, það gerum við ekki. Í ferlinu er engu bætt við og ekkert er fjarlægt.

Shopping Cart
Scroll to Top